Skilmálar

Upplýsingar um hdottir.is

Hdottir.is er í eigu E. Viljar ehf kt: 6912162090 vsk númer: 127211

 

Verð á vöru og greiðslumöguleikar

Öll verð í vefverslun eru í íslenskum krónum og með virðisaukaskatt en sendingakostnaður bætist síðan við áður en greiðsla fer fram.

Hægt er að borga með greiðslukortum í gegnum örugga síðu Salt Pay,

Einnig er hægt að borga með Pei eða Netgíró.

 

Afhending og sendingar á vöru

Allar pantanir sem til eru á lager eru afgreiddar innan 2 virka daga eftir pöntun. Sé varan ekki til á lager munum við hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar.

Hægt er að sækja pantanir frá okkur hjá KÓSK ehf í Skipholti 5, 105 Reykjavík.
Opið 9-16 virka daga.

 

Veljir þú að fá sent með pósti þá fara allar okkar sendingar með Íslandspósti eða þjónustunni Dropp. Farið vel yfir upplýsingar um hvert á að senda. Af öllum pöntunum dreift af Íslandspósti gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar, E. Viljar ehf ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á týndum sendingum eða tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Ef að vara týnist í pósti eða verður fyrir tjóni frá því að að hún er send frá E. Viljar ehf til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda.

Frí sending á næsta droppstað ef verslað er fyrir 15.000 kr og yfir nema annað komi fram í lýsingu á vöru.

Verð á póstþjónustu fyrir sendingar með Íslandspósti miðast við verðskrá póstsins.

Verð á póstþjónustu fyrir sendingar með Dropp er:

Dropp staðir/póstbox innan höfuðborgasvæðis: 790,- 
Dropp staðir/póstbox utan höfuðborgasvæðis: 990,- 
Heimsending innan höfuðborgarsvæðis: 1.350,-
Heimsending utan höfuðborgarsvæðis: 1.450,-

Fyrir sendingar sem komast í lúgu með bréfi:

Sent með órekjanlegu bréfi : 300,-

Sendingar utan Íslands miðast við verðskrá póstsins.

 

Að skipta og skila vöru

Veittur er 14 daga skilaréttur við kaup á vöru gegn því að framvísað sé sölureikningi sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt. Varan þarf að vera ónotuð, í fullkomnu lagi og í sínum upprunalegu óskemmdu umbúðum þegar henni er skilað. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið.

Við skil á vöru er miðað við upprunalegt verð hennar, nema viðkomandi vara sé á útsölu eða á sértilboði við vöruskil. Þá er miðað við verð vörunnar þann dag sem henni er skilað.

Ef kaupandi vill ekki skipta vörunni fyrir aðra vöru verður gefin út inneignarnóta eftir að varan er móttekin. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd.

 

Gölluð vara

Sé vara gölluð er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn og greiðum við allan sendingakostnað sem um ræðir eða endurgreiðum ef þess er krafist. Að öðru leiti vísast til laga um húsgöngu og fjarsölusamninga nr.46/2000 og laga um neytendakaup.

 

Trúnaður (Öryggisskilmálar)

E. Viljar ehf heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin.

Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

 

Lög og varnarþing

Þessi samningur er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans, skal það rekið fyrir íslenskum dómstóli.